Gæðastefna Sláturhúss Hellu hf.

Sláturhúsið Hellu hf. reynir eftir fremsta megni að uppfylla væntingar og þarfir viðskiptavina varðandi þjónustu og vörur.

Með hreinlæti og góðum starfsháttum eru gæði vörunnar tryggð í gegnum framleiðsluferlið allt frá því gripnum er slátrað, hann unninn og þar til afurðin er komin á markað.

Að Sláturhúsið Hellu hf. eigi gott og skilvirkt samstarf við alla hagsmunaaðila.

Starfsemi Sláturhúss Hellu hf. er undir eftirliti MAST ásamt daglegu eftirliti dýralæknis. Gæðahandbók fyrirtækisins er byggð upp á HACCP-áhættugreiningu.